skilnaður, Matthías Páll og fleira...

Jæja, gott fólk. Eins og flestir vita núna og nú allir að þá erum við Sólrún að skilja. Við komumst að þessari niðurstöðu í apríl, en höfum ekki rætt þetta mikið út á við fyrr en í dag. Við sögðum ekki börnunum frá þessu fyrr en ég og Alexander komum til Íslands. Þetta eru og hafa verið erfiðir tímar hjá okkur en við erum ákveðin að vinna saman af skynsemi og erum sammála um hvernig að þessu er staðið.

Ég vil þakka öllum þeim sem hafa stutt okkur Sólrúnu í þessu ferli. Þetta er ákvörðun sem hefur komið flestum á óvart og við skiljum það.
Ég hef virkilega fundið það hvað ég á góða að bæði í fjölskyldunni og í vinahópnum. Ég er verulega heppinn og þakklátur.

Núna er ég með Matthías næstu tvær vikur. Hann var að sofna og var nú ekki alveg á því að hann þyrfti að sofa. Skildi ekkert í pabba að vera að standa í þessu og langaði bara ekkert að skoða þessar bækur sem pabbi var að reiða fram. En svo sá hann að þetta var nú kannski ekkert vitlaust, en þá aðeins ef hann fengi að liggja á pabba kodda. Hann var fljótur að sofna þegar hann fékk koddann.

Dísa og Alexander fóru í sveitina í gær og verða þar í smá tíma. Við Sólrún rúlluðum með þau austur. Ásrún tók á móti okkur með dýrindis mat. Virkilega gott. Alltaf gott að koma þangað austur og ég veit að þeim systkinum á eftir að líða vel.

Ég kíkti á lífið í gærkvöldi og sá m.a. Nýdönsk spila. Virkilega gaman. Svo var ég á smá pöbbarölti og sá það að ég er algjörlega búinn að tapa áttum á skemmtistöðum Reykjavíkur. Þarf einhverja meiri æfingu :) Það eru svo margir nýjir staðir og ég hef nú ekki beint stundað þetta seinustu árin.

Á morgun fer ég svo aftur í vinnuna hjá Friðriki Skúlasyni ehf. Sest í gamla stólinn til að byrja með og fer svo og malla eitthvað í eldhúsinu síðar í júlí.
Hlakka pínu til að byrja aftur og hitta allt gengið. Kíkti reyndar í stutta heimsókn síðasta föstudag. Miklar manna og innréttingabreytingar. Held bara að það sé búið að breyta á öllum hæðum.

jæja læt þessu lokið.

kveðja,

Arnar Thor

Ummæli

Vinsælar færslur